Frí sending þegar keypt er fyrir 14.000kr. eða meira
Lille Kanin Starter kit samanstendur af 6 frábærum vörum sem hafa verið safnað saman í fallegri og praktískri snyrtitösku. Rúmgóð taskan gefur gott pláss fyrir allar vörurnar, auk þess að vera með pláss fyrir bleyju, þvottastykki eða það sem þú þarft á ferðinni. Starter kittið er fullkomin gjöf fyrir nýbakaða foreldra eða fyrir þann sem þarf að fylla á grunnvörurnar.
Lille Kanin Starter kit inniheldur:
• Snyrtitösku
• Lotion 30 ml.
• Fedcreme 30 ml.
• SOS Balm 10 ml.
• Bath & Body oil 50 ml.
• Bath & Shampoo 100 ml.
• Clean & Care 100 ml.
Lotion: Lille Kanin Lotion er rakagefandi og létt rakakrem með ávaxtasýru sem síast fljótt inn í húðina án þess að vera fitandi. Lætur eftir sig húðina silkimjúka, vel umhirta og rakametta. Hægt er að nota kremið á allan líkamann fyrir bæði börn og fullorðna, einnig þau alveg minnstu. Lotion frá Lille Kanin hefur 24% fitu innihald, er án óæskilegra efna og gert með umhyggju fyrir bæði heilsu húðarinnar og umhverfið.
Fed Creme: Lille Kanin Fed Cream er krem sem er ríkt af nærandi olíum. Kremið síast fljótt inn án þess að skilja eftir sig fitulag á húðinni. Sérstaklega hentug fyrir mjög þurra húð sem þarfnast aukinnar umhirðu og næringu. Kremið myndar rakagefandi himnu á húðinni sem kemur í veg fyrir að vatn sígist inn, á meðan það leyfir húðinni að anda. Fed Creme rakamettar og nærir húðina verulega eftir aðeins eina notkun og veitir langvarandi raka í allt að 8 klukkustundir. Hægt að nota bæði fyrir börn og fullorðna. Fed Cream er tilvalið til að verja húðina fyrir kuldanum, gott að setja Fed Cream á húðina 20mínútum áður en farið er út.
SOS Balm: Lille Kanin SOS Balm er smyrsl með fjölbreyttri virkni, sem nærir, græðir og mýkir húðina. SOS Balm róar og nærir erta, þurrra, grófa, rauða og viðkvæma húð. SOS Balm er sérstaklega hentug fyrir notkun á rauða flekki á bossum, andliti og líkama, til að létta á óþægindum og græða sár á geirvörtum, má nota fyrir og eftir brjóstagjöf án þess að þurfa að þrifa af á milli gjafa. Smyrslið dregur úr kláða og sárindum, mýkir grófa, erta húð á td. kinnum, hælum og hnúum.
Clean & Care: Lille Kanin Clean & Care er hreinsi- og umhirðuvara sem kemur í staðinn fyrir vatn, sápu og blauttissjú þegar verið er að hreinsa húðina. Varan er gerð úr 99% náttúrulegum efnum og er án allra óæskilegra efna. Clean & Care er sérstaklega hentug við bleyjuskipti og hreinsun á svæðum á líkamanum sem eru sérstaklega viðkvæm og rauð, eins og olnbogabót, hálsi og í húðfellingar á börnum. Varan hreinsar ekki bara svæðið heldur nærir og verndar húðina. Clean & Care er góður hreinsir til að hreinsa öskudagsmálningu af andliti eða líkama. Hentar vel frá fæðingu.
Bath & Shampoo: Mild og áhrifarík sjampó og sturtusápa fyrir alla fjölskylduna, einnig þau alveg minnstu. Bað & Shampoo varan frá Lille Kanin er gerð úr 98,6% náttúrulegum efnum og er án allra ilmefna. Bað & Shampoo hreinsar húðina og hárið á mildan og áhrifaríkann máta án þess að svíða í augun. Varan skilur eftir sig hreint, mjúkt og vel nært hár og nærða húð. Bað & Shampoo inniheldur ekki sulfat (SLS og SLES).
Bath & Body oil: Bað & Líkamsolían frá Lille Kanin er rakagefandi og nærandi olía með hátt E-vítamíninnihaldi og lífrænum olíum eins og jojoba og argan olíu sem hægt er að nota á allan líkamann. Olían er tilvalin fyrir daglega notkun fyrir bæði börn og fullorðna. Olían hefur marga notkunarmöguleika, svo sem að nota hana á raka húð eftir bað, blanda henni í krem til að fá meiri næringu, bæta í baðvatnið til að næra húð og hár í baðinu, bera í hárenda til að næra, gefa aukinn raka og góða umhirðu, eða nota olíuna fyrir yndislegt ungabarna nudd.