Laugardaginn 11. október kl.19 ætlum við að fara saman út að borða á Jarlstofunni á Hótel Tindastól og hafa gaman, spjalla um prjón og hlægja saman.
Það er hægt að skrá sig í mat með okkur fyrir þau sem vilja.
Þriggja rétta máltíð er á 9.800kr. á mann
Tveggja rétta máltíð er á 7.800kr. á mann
Greitt er á staðnum.
Skráning fer fram á olina@eftirlaeti.com og þarf að taka fram hvort það er tekið þriggja eða tveggja rétta máltíð.