Föstudaginn 10. október verðum við með sokkaprjónakynningu og prjónakvöld.
Kynningin byrjar kl.19.30, húsið opnar kl.19.
Prjónea er sokkaprjónakona til margra ára og kemur með litríku sokkana til okkar. Hún Magnea Arnardóttir er kennari sem býr í Reykjavík og kennir sokkaprjón í frítímanum sínum.
Hún er með instagrammið @prjonea
Við fáum Prjóneu til okkar og verður hún með kynningu á Sokkaprjóni.
Viltu vita meira um sokkaprjónsgleðina.
Við kynnumst því hvernig sokkaprjón er uppbyggt og að hverju þarf að huga. Hvernig garn er best að nota og hvernig prjóna. Hvaða tegundir af hælum er hægt að nota fyrir mismunandi sokka. Hvernig við prjónum sokkasnáka og gerum sokka úr þeim. Einnig verður kynning á mismunandi hælum, garntegundum og aðferðum í sokkaprjóni. Uppfit og affellingar.
Það verða léttar veitingar og skemmtileg prjónastemning á kvöldinu
Verð á kynniguna er 500kr. og er innifalið í verðinu einn drykkur. Takmörkuð sæti eru í boði.