Lille Kanin Gjafasett - Sensory Toy Kanína & Bað
Lille Kanin Gjafasett - Sensory Toy Kanína & Bað
Lille Kanin Gjafasett - Sensory Toy Kanína & Bað

Lille kanin

Lille Kanin Gjafasett - Sensory Toy Kanína & Bað

Venjulegt verð 8.490 kr
Með vsk. Flutningskostnaður er reiknaður þegar gengið er frá pöntun.

Gjafasettið frá Lille Kanin, Sensory Toy og Bað, samanstendur af þremur vörum sem hjálpa til við að gera baðtímann skemmtilegri. Gjafasettið inniheldur Kanínu sem er þroskaleikfang og nagdót, Kanínan er hannað til að skemmta barninu meðan á baði stendur, Bað & Líkamsolíu sem mýkir og nærir húðina, auk Bað & Shampoo sem hreinsar hárið og húðina á mildan en áhrifaríkan máta.


Gjafasettið inniheldur:


Bað & Shampoo 100ml.: Mild og áhrifarík sjampó og sturtusápa fyrir alla fjölskylduna, einnig þau alveg minnstu. Bað & Shampoo varan frá Lille Kanin er gerð úr 98,6% náttúrulegum efnum og er án allra ilmefna. Bað & Shampoo hreinsar húðina og hárið á mildan og áhrifaríkann máta án þess að svíða í augun. Varan skilur eftir sig hreint, mjúkt og vel nært hár og nærða húð. Bað & Shampoo inniheldur ekki sulfat (SLS og SLES).

Bað & bodyoil 100ml: Bað & Líkamsolían frá Lille Kanin er nærandi olía sem er tilvalin fyrir daglega notkun fyrir bæði börn og fullorðna. Létt samsetning gæða hráefna gerir það að verkum að olían síast auðveldlega inn í húðina og skilur eftir sig silkimjúka húð. Olían hefur marga notkunarmöguleika, svo sem að nota hana á raka húð eftir bað, blanda henni í krem til að fá meiri næringu, bæta í baðvatnið til að næra húð og hár í baðinu, bera í hárenda til að næra, gefa aukinn raka og góða umhirðu, eða nota olíuna fyrir yndislegt ungabarna nudd. Láttu ímyndunaraflið ráða og notaði Bað & Líkamsolíuna frá Lille Kanin eins og þér hentar.

Sensory Toy Kanína: Lille Kanin Kanínan er meira en bara sæt kanína – hún er nagdót og þroskaleikfang. Hún hjálpar börnunum þegar þau eru að taka tennur og styrkir grip og örvar snerti skynfærin. Sensory Toy Kanínan er mjúk og hönnuð eins og kanína í laginu með litlum eyrum, löppum og dúski. Formið er tilvalið til að létta á óþægindum í tannholdi og gerir það auðvelt fyrir barnið að halda utanum kanínuna. Varan er án PVC og gerð úr 100% náttúrulegu gúmmíi unnu úr Hevea-trénu. Með sínu sæta útliti og róandi eiginleikum er Lille Kanin Sensory Toy Kanínan fullkomin fylgdarsveinn barnsins fyrstu mánuðina/árin.

Allar vörurnar í gjafasettinu Sensory Toy Kanína & Bað hafa eftirfarandi vottanir:
•    Allergy Certified: Lítill áhætta á að þróa ofnæmi.
•    Svansmerkið: Lítið umhverfisálag við framleiðslu.
•    Ecocert COSMOS Natural: Sýnanleiki og strangar kröfur um náttúruleika, lífrænann uppruna og hreinleika.
•    Asthma Allergy Nordic: Inniheldur ekki efni sem valda astma eða ofnæmi og er án ilmefna.
•    Vegan: Engin dýr notuð í framleiðslu, þróun eða í innihaldsefnum.
•    Dermatologically tested: Varan er prófuð á viðkvæmri húð og húðertingu á sjálfboðaliðum undir leiðsögn húðlækna.

 

Gift box – Sansekanin & Bad: A-flaskGift box – Sansekanin & Bath: Allergy CertifiedGift box – Sansekanin & Bath: Asthma Allergy NordicGift box – Sansekanin & Bath: Ecocert Cosmos NaturalGift box – Sansekanin & Bath: Nordic Swan EcolabelGift box – Sansekanin & Bath: Without perfumeGift box – Sansekanin & Bath: Vegan Trademark