Gjafasett frá Thuya með því helsta sem þarf til að gefa fótunum dekur heimavið.
Settin innihalda krem, maska, olíu og skrúbb.
Hægt er að velja úr tvennskonar settum Honeysuckle og Lotus Flower.
Lotur Flower Sett:
LÓTUSBLÓMAKREM: Fótakrem með lótusblómaþykkni sem örvar blóðrásina og hefur róandi, andoxandi og örverueyðandi áhrif.
LÓTUSBLÓMAMASKI: Rakagefandi gelmaski með lótusblómaþykkni sem stuðlar að betra blóðflæði og hefur róandi, andoxandi og örverueyðandi eiginleika.
LÓTUSBLÓMAOLÍA: Blanda af nærandi olíum, þar á meðal möndluolíu, jurtaolíu og sesamolíu, fullkomin fyrir húðina á fótunum, með mildum ilm af lótusblómi.
HÚÐSKRÚBB: Miðlungsgrófur húðhreinsir með bambusögnum.
Honeysuckle Sett:
HUNANGSBLÓMAKREM: Fótakrem með hunangsblómaþykkni sem hefur öfluga andoxandi og samdráttarvirkni. Kremið er fullkomið fyrir þurra og viðkvæma húð.
HUNANGSBLÓMAMASKI: Rakagefandi gelmaski með hunangsblómaþykkni sem veitir mikla andoxun og hefur samdráttarvirkni. Hentar sérstaklega vel fyrir þurra og viðkvæma húð.
HUNANGSBLÓMAOLÍA: Blanda af nærandi olíum eins og möndluolíu, jurtaolíu og sesamolíu, fullkomin fyrir húðina á fótunum, með mildum ilm af hunangsblómi.
HÚÐSKRÚBB: Miðlungsgrófur húðhreinsir með bambusögnum.