Clean&Care frá Lille Kanin er áreiðanleg vara þegar kemur að mildri og áhrifaríkri umhirðu á viðkvæmri húð barnsins þíns við bleyjuskipti. Clean & Care sér til þess að barnið þitt haldist hreint, ferskt og vel hugsað um við hver bleyjuskipti.
Vöruna er hægt að nota á bleyjusvæðið við hver bleyjuskipti. Einnig er varan áhrifarík á núningssár,og roða t.d. á hálsi, olnbogagót eða í fellingum á ungabörnum. Clean & Care er mildur og áhrifaríkur hreinsir sem hægt er að nota til að fjarlægja andlitsmálningu og farða af andliti og líkama.
Clean & Care kemur í þrem stærðum
100ml.
250ml.
500ml.
Clean&Care er sérstaklega hannað til að vera milt fyrir viðkvæma húð barna, en fjarlægir á áhrifaríkan hátt bæði þvag og óhreinindi. Eftir notkun þarftu ekki að skola eða þurrka vöruna af húðinni. Þannig halda næringarefnin áfram að vernda og næra húðina löngu eftir notkun. Þetta er tilvalið til að vernda húð barnsins og halda henni mjúkri allan daginn.
Clean & Care er með eftirfarandi vottun;
Ofnæmisvottað - Lágmarkshætta á að fá ofnæmi.
Svansmerkið - Lágmarks umhverfisáhrif við framleiðslu.
Húðfræðilega prófuð - Varan hefur verið prófuð með tilliti til ertingar í húð á sjálfviljugum prófunarhópi undir forystu húðsjúkdómalæknis.
Varan er án allra ilmefna
Notkun:
Hristið flöskuna vandlega fyrir notkun. Berið hæfilegt magn af Clean & Care í bómull eða fjölnota klút.
Hreinsaðu bleyjusvæðið vandlega með raka klútnum. Notaðu vægan þrýsting til að tryggja að þvagið sé fjarlægt á áhrifaríkan hátt og að Clean & Care komist inn í húðina.
Ef saur er til staðar er mælt með því að fjarlægja hann með vatni áður en Clean & Care er notað til að tryggja hámarks hreinleika.
Skildu eftir Clean & Care á húðinni til að vernda og næra hana. Það er engin þörf á að skola eða þurrka vöruna af eftir notkun.